Laxfiskar með 2 erindi á yfirstandandi ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins 

Þessa vikuna fer fram ársfundur Alþjóðahafrannsóknaráðsins í Hörpu sem um 700 vísindamenn á sviði haf- og fiskirannsókna sitja.  Ríflega 450 erindi verður búið að flytja þegar vikan er á enda og þar á meðal 2 erindi sem Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum flytur.  Erindi Laxfiska fjalla annarsvegar um rannsóknir á gönguleiðum þorsks, hegðun hans og afdrifum með gervitunglamerkjum og hinsvegar um landfræðilega kortlagningu á ferðum á steinbíts innfjarða með hljóðsendimerkjum.

Afrit af skjávarpahluta erindanna má hvað þorskinn varðar sjá hér og hvað steinbítinn varðar sjá hér.

ICES-logo             

Skýrslur

 

 

  Laxfiskar ehf  

  Hraðastöðum 1

  271 Mosfellsbæ

 

  Netfang: johannes@laxfiskar.is

  Sími: 664 7080