There are no translations available.

- Rýnt í rífandi urriðaveiði í Ölfusvatnsárósi og Þorsteinsvík

- Gömul kynni við merkta urriðahrygnu endurnýjuð

- Leiðbeiningar til veiðimanna v/ merktra Þingvallaurriða 2016

Laxfiskar stunda rannsóknir á veiðisvæðum ION í Ölfusvatnsárósi og Þorsteinsvík í samstarfi við leigutaka svæðanna með tilstyrk frá Orkuveitu Reykjavíkur. Það er gaman að segja frá því að veiði á Þingvallaurriða hófst þetta árið með látum á þessum veiðisvæðum. Fyrstu þrjá veiðidagana voru veiddir ríflega 60 urriðar enda þótt norðanbál hefði gert illkleift að veiða síðasta daginn.  Á veiðisvæðum ION gildir að öllum fiski er sleppt að viðureign lokinni.  Í veiðinni  eru merktir fiskar innan um og hér að aftan verður sagt frá einum þeirra sem kom við sögu í upphafi veiðanna þetta árið og tækifærið einnig nýtt til að leiðbeina veiðimönnum sem fá merkta Þingvallaurriða.  Fyrst er við hæfi að rifja upp afburðarveiði í Ölfusvatnsárósi og Þorsteinsvík á liðnu ári þegar ríflega tólfhundruð urriðar veiddust þar auk bleikja í tugatali.  Fjöldi fiskanna 2015 var vissulega mikill en þegar stærðir þeirra eru skoðaðar sést af hverju urriðaveiðimenn hvaðanæva af jarðkúlunni dásama þessi veiðisvæði.  Tæplega 700 urriðar sem veiddust 2015 voru þyngri en 3 kg eða ríflega helmingur sumarveiðinnar og ekki sakaði að stærsti fiskurinn var um eða yfir 15 kg samkvæmt lengd hans og mesta ummáli. 

 

Á myndinni hér að ofan hefur urriðaveiðinni í Ölfusvatnsárósi og Þorsteinsvík 2015 verið skipt upp í nokkra flokka með hliðsjón af lengd fiskanna.  Til að gefa ennfremur innsýn í þyngd fiskanna sem eru að baki hverjum lengdarflokki þá hefur verið sett inn þekkt spönn í þyngd Þingvallaurriða út frá gögnum Laxfiska. Þeir sem þekkja til holdafars lax og silungs sjá strax að þykkvöxnustu Þingvallaurriðarnir eru engum líkir hvað vænleika varðar.

Gömul vinkona gleður stangveiðimann
Í upphafi veiðanna 2016 setti einn veiðimannanna í urriðahrygnu sem bar númerað slöngumerki.  Þegar henni var flett upp í gögnum Laxfiska kom í ljós að hún hafði verið hrygnt í Ölfusvatnsá haustið 2011 og þar var hún merkt, þá 73 cm löng og 5,2 kg að þyngd.  Nú 5 árum og 5 cm síðar, sá hún ástæðu til að gleðja stangveiðimann við Ölfusvatnsárós áður en hún hélt leiðar sinnar í Þingvallavatni.  Mögulegt er að hrygna þessi hafi hrygnt árlega frá haustinu 2011 og hefur þá mætt á riðin í 6 ár.  Hér að neðan má sjá umrædda hrygnu og glaðbeittan veiðimanninn.

 

 

Leiðbeiningar til veiðimanna vegna merktra Þingvallurriða 2016
Laxfiskar hafa við rannsóknir sínar á Þingvallaurriða byggt mikið á notkun ýmis konar merkja.  Þetta gildir ekki síst nú þegar árlega er merktur mikill fjöldi urriða á ION svæðunum til viðbótar því sem merkt er af Þingvallaurriða í Öxará og annar staðar í vatnakerfi Þingvallavatns. Árið 2015 voru á ION svæðunum á þriðja hundrað urriðar merktir með slöngumerkjum auk urriða sem merktir voru með rafeindafiskmerkjum af gerð sendimerkja og mælimerkja. Hér fylgja leiðbeiningar til veiðimanna vegna merktra Þingvallaurriða.

 


Reports

  Hradastadir 1

  IS-271 Mosfellsbaer

  ICELAND

 

  Email: johannes@laxfiskar.is

  Tel: + 354 - 664 7080