Göngur laxins í Elliðaánum 2011

- Vöktunarrannsóknir Laxfiska Seiðagildra og fiskteljari - Elliðaár í Reykjavík

Í ár tók rannsóknafyrirtækið Laxfiskar við árlegum fiskirannsóknum í Elliðaánum sem meðal annars taka til vöktunar á göngum laxins. Laxfiskar tóku að sér fiskirannsóknirnar og tilheyrandi vöktun að beiðni Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur umsjón með Elliðaánum fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. Hér er gefin innsýn í þessi rannsóknaverk 2011 og niðurstöður þeirra.

Fyrst kíkjum við á rannsóknir á ferðum laxins (gönguseiðanna) til sjávar og síðan lítum við á göngur laxins í Elliðaárnar úr sjó sem eru í fullum gangi þessar vikurnar.

 

 

 

Ganga laxaseiða til sjávar

 - Á fjórða þúsund seiði komu í gildruna á mánaðartíma

Gönguseiði (lax) úr Elliðaám

Til að fá árlegan samanburð á útgöngu laxaseiða í Elliðaánum og vexti þeirra og lífslíkum í hafi þá var í byrjun sumars staðið fyrir gildruveiði undan stöðvarhúsi virkjunarinnar í Elliðaánum (Rafstöðinni) á gönguseiðum  laxa. Þar voru þau talin daglega og hluti þeirra merktur með örmerki sem skotið er í trjónu þeirra og samhliða var mæld þyngd og lengd þeirra seiða. Venju samkvæmt var veiðiugginn klipptur af laxaseiðunum samhliða örmerkingu þannig að örmerktu laxarnir þekkist þegar þeir ganga í Elliðaárnar eftir dvöl á ætisslóðum í hafi í um 1 ár (smálax) eða eftir um 2ja ára sjávardvöl (stórlax). Ljósmyndin er af gönguseiði úr Elliðaánum sem var örmerkt sumarið 2011.

Útganga gönguseiðanna 2011 var einstaklega kröftug. Á mánaðartíma, frá 10. maí til 8. júní þá gengu 3341 seiði í gildruna á leið sinni til sjávar, eins og sjá má á súluriti með því að smella hér.

 

 Laxaseiði í Elliðaánum Göngur laxa og silunga

- Talning, stærðarmæling og kvikmyndun 

 

 

 

Gönguseiði í Elliðaánum. Kvikmyndaskeið.

Fiskteljari sem staðsettur er við Rafstöðina telur fiska sem komnir eru af seiðastigi sem um hann ganga og ákvarðar lengd þeirra, hvort heldur þeir eru á leið upp um teljarann eða á göngu niður fyrir teljarann. Auk þess sér fiskteljarinn um að kvikmynda fiska sem ganga upp um teljarann. Þau gögn nýtast meðal annars til að skoða hve margir örmerktir laxar (veiðiuggaklipptir) ganga upp fyrir teljarann og sú tala ásamt veiðibókargögnum yfir veiði á örmerktum löxum fyrir neðan teljarann gerir kleift að ákvarða eiginlegar endurheimtur laxa úr sjó. Heildarfjöldi laxa sem gengið hafa upp um teljarann er nú ríflega 1100 og eru þá ótaldir þeir fjölmörgu sem veiddir hafa verið neðan teljarans. Undanfarna daga hefur verið mikill kraftur í göngunni og sem dæmi má nefna að s.l. mánudag (þ. 18. júlí) gengu ríflega 100 laxar upp í gegnum teljarann yfir sólarhringinn.

 

Tölur yfir göngur laxa og silunga um fiskteljara í Elliðaám birtast jafnóðum á veraldarvefnum

- Yfir 1100 laxar gengnir upp í gegnum teljarann

Gögnum yfir ferðir fiska um teljarann við Rafstöðina í Elliðaánum er nú varpað á vefsvæði þannig að áhugasamir veiðimenn og aðrir geti fylgst með framþróun göngunnar. Sjá teljaratengil hér efst á síðunni, vinstra megin.

Salmon-passing-through-fishcounter-in-River-Ellidaar (Salmon and Trout Research)

 

 

 

 

 

 

 

Laxar á leið um teljarann.  Kvikmyndaskeið

Skýrslur

 

 

  Laxfiskar ehf  

  Hraðastöðum 1

  271 Mosfellsbæ

 

  Netfang: johannes@laxfiskar.is

  Sími: 664 7080