Mikilvægt er að fiskmerki skili sér til rannsóknaraðila. Veiðimenn til sjávar og sveita gegna þar lykilhlutverki og er þakkað það mikilvæga framlag sem felst í skilum merkja og upplýsingum um merkta fiska.

 

Flest stærri merki sem við hjá Laxfiskum notum við rannsóknir eru merkt með nafni fyrirtækisins ásamt símanúmeri. Í tilfellum ákveðinna merkjagerða máist sá texti af með tímanum en engu að síður er mikilvægt að skila þeim merkjum og séu menn í vafa hvaðan merkin eru þá er rétt að snúa sér til Fiskistofu. 

 

Nánari upplýsingar um hvaða fiskmerki eru notuð í rannsóknum Laxfiska og hvar skal leita þeirra á fiskunum, má sjá með hliðsjón af athugunarsvæðum og fisktegundum með því að smella á flipann "Merkjaskil".

 

Ef þú ert með merktan fisk og/eða merki með nafni Laxfiska eða ef þú ert í vafa um hvert á að skila fiskmerkjum biðjum við þig að hafa samband við Jóhannes Sturlaugsson á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , í síma 664 7080 eða senda skilaboð beint af þessum vef með því að smella hér.

Skýrslur

 

 

  Laxfiskar ehf  

  Hraðastöðum 1

  271 Mosfellsbæ

 

  Netfang: johannes@laxfiskar.is

  Sími: 664 7080